Fullveldi Íslands 100 ára
Frímerkjahönnun af tilefni 100 ára afmæli fullveldisins.
Frímekin sem hlutu bronsverðlaun í European Design Awards
Verkefnið var að hanna tvö frímerki í tilefni af 100 ára Fullveldi Íslands. Einungis eru til tvær eða þrjár ljósmyndir frá viðburðinum og hafa þær verið notaðar í nánast allri umfjöllun Fullveldisstofnunina þann 1. desember 1918. Þá var íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta skipti sem löglegur þjóðfáni Íslands. Desemberbláminn litar mynndirnar af Stjórnarráðinu og Alþingishúsinu sem verða samstæðar og tóna við þjóðfánann. Til að styrkja enn samræmið milli ólíkra húsanna eru myndskreytingarnar með dróna sjónarhorni sem setur fánann í forgrunn. Upplýsingagrafíkin sýnir fimm stórar breytur í 100 ára sögu Íslands og er unnin uppúr tölum og spám frá Hagstofu Íslands.
Útgáfan
Útgáfan samanstendur af smáörk með tveimur sexhyrndum frímerkjum auk upplýsingagrafíkur, gjafamöppu á tveimur tungumálum sem inniheldur smáörkina og tveimur 10 frímerkja örkum.
Frímerkin tvö í smáörkinni
Stjórnarráðið og Alþingishúsið í desemberbláma með drónasjónarhorni sem setur íslenska fánann í forgrunn.
Afli íslenskra fiskiskipa
Fiskveiðar hafa verið lykilþáttur í 100 ár og vaxið gífurlega. Grafíkin er unnin uppúr tölfræði frá Hagstofu Íslands.
Fjölgun landsmanna
Landsmönnum hefur fjölgað um nær 400% á síðustu 100 árum.
Sauðfjárfjöldi
Í Svíþjóð var það í kennslubókum að á Ísland væri fleira fé en fólk og þótti afar skemmtileg staðreynd. Grafíkin sýnir þrónun fjölda sauðfjár í landinu.
Búseta
Hlutfall búsetu hefir breyst mjög mikið og hallar þar á landsbyggðina þar sem áður bjuggu um 80% landsmanna.
Landhelgin
Grafíkin sýnir þróun íslenskrar landhelgi síðustu 100 ár.