150 ára smáörk

Frímerki 150 ára

 

Íslensk frímerki 150 ára

Ég taldi mig hafa hannað og teiknað síðustu frímerki Íslands. Fálkaorðufrímerkin voru allavega þau síðustu í útgáfu ... svo barst þættinum bréf ... en í dag er útgáfudagur smáarkar með fjórum frímerkjum. Það var heiðursmaðurinn Vilhjálmur Sigurðsson sem leitaði til mín með þá fyrirspurn hvort ég hefði áhuga á verkefninu sem væri að hanna „túristavænt“ frímerki í tilefni af 150 ára afmæli frímerkjaútgáfu á landinu bláa. 

Þetta er snúið verkefni hugsaði ég, hvað finnst ferðamönnum markvert, hvaða staðir verða þá út undan, hvað vill fólk sjá, hvaða fjórir staðir á Íslandi eru markverðastir og hver ákveður það? Of margar spurningar til að maður geti bara Googlað það eða hent inn á Chat GPT.

… en hvað er það sem heillar við Ísland? 

Með skissu- og hugmyndavinnu sem dró mig meðal annars á áður óþekkta útvatnaða staði, reyndi ég að komast upp á yfirborðið en jafnframt að kafa dýpra og þrengja að tillögum.

Foss, jökull, eldgos, lækjarspræna, friðsæld, orka. Við búum við „eitthvað“ sem við heillumst að og heldur okkur hér og dregur fólk alls staðar að úr heiminum. Því ekki að reyna að fanga það? Ég tók saman skissur sem Vilhjálmur sendi til nokkurra ljósmyndara og óskaði eftir myndum sem féllu að þeim pælingum. Fjórar ljósmyndir sem saman sköpuðu heildstæða frímerkjaörk og bæru með sér orku og áferð landsins.

Eftir tugi skissa úr ljósmyndum sem ég fekk sendar urðu myndir frá Ragnari Th. fyrir valinu og hugmyndin varð að veruleika.

 
150 ára smáörk

150 ára smáörk

150 ára 4 saman@4x-100.jpg
 Form fyrsta frímerkisins var innblástur að leturmeðferðinni á örkinni.

Form fyrsta frímerkisins var innblástur að leturmeðferðinni á örkinni.

Holtssós

Holtssós

Merardalagosið

Merardalagosið

Svínafellsjökull

Svínafellsjökull

Norðurljósakóróna

Norðurljósakóróna