Örn Smári
Örn Smári

Fimmta

 
FimmtaArtboard 1@2x.png
 

Fimmta - hönnunarklasi

Fimmta er samfélag sjálfstætt starfandi grafískra hönnuða og hönnunarstjóra sem hafa víðtæka reynslu og sérþekkingu hver á sínu sviði. Í stærri verkefnum stillum við krafta okkar saman til að ná fram bestu niðurstöðu til virðisauka fyrir verkkaupa.  

í Bolholtinu númer fjögur erum við í elementinu okkar. Bjart og skemmtilegt húsnæðið með útsýni yfir hina síbreytilegu Esju veitir okkur endalausan innblástur og gleði.

 

 

Örn Smári

Örn Smári

Hönnunarstjóri og grafískur hönnuður

Smári hefur starfað sjálfstætt síðustu 14 ár og hefur hannað allskonar. Logo, fyrirtækjaútlit, verðlaunagripir og yfir 100 frímerki eru á verkefnalista hans. Hann nýtur sín best í krefjandi hönnunarverkefnum tengdum mörkun og logo hönnun.

OrnSmari(að)OrnSmari.net

Þrúður Óskarsdóttir

Þrúður Óskarsdóttir

Grafískur hönnuður og Hönnunarstjóri 

Þrúður er alin upp á stórum auglýsingastofum en hefur líka langa reynslu af því að vinna sjálfstætt. Orkuna sækir hún í náttúruna, fjallgöngur eða sjósund og skemmtilegustu verkefnin tengjast branding/mörkun. 

https://forstofan.is/

THO(að)internet.is

Hunang - Sigrún Sigvaldadóttir

Hunang - Sigrún Sigvaldadóttir

Bóka-, leturhönnuður og þjóðfræðingur

Sigrún hefur unnið sjálfstætt sem grafískur hönnuður undanfarin ár undir nafninu Hunang, meðfram námi í þjóðfræði við HÍ. Hönnun bóka og leikur með letur eru uppáhalds verkefnin hennar.

Hunang(að)internet.is

Björn Snorri Rosdahl

Björn Snorri Rosdahl

Vef- og hreyfihönnuður - ljósmyndari

Bjössi er í essinu sínu þegar ljósmyndun og grafísk hönnun vinna saman og skapa sterka heild. Bætist hreyfigrafik og vefhönnun við er hann sannarlega á heimavelli.

Bjorn.Snorri(að)gmail.com

Gréta Guðmundsdóttir

Gréta Guðmundsdóttir

Master í grafískri hönnun

Gréta er hestakona með mastersgráðu í hönnun og hokin af reynslu í hvoru tveggja. Blanda af þessu tvennu er sem orkuskot fyrir hana. 

https://gretavgudm.myportfolio.com/work. 

GretaVGudm(að)gmail.com
 

Sóley Stafánsdóttir

Sóley Stafánsdóttir

HUgsjón og hönnun

Sóley er hugsjónamanneskja með víðtæka menntun. Hefur starfað við kennslu, uppbyggingarstarf erlendis og nýtur sín best þar sem menntun hennar sem hönnuður, kynja- og guðfræðingur ásamt jóga fær notið sín.

Hunang — Ragnhildur Ragnarsdóttir

Hunang — Ragnhildur Ragnarsdóttir

Hönnuður í sínum víðasta skilningi

Raggý er með víðtæka reynslu úr hönnunarheiminum og hefur lengst af starfað sjálfstætt undir nafninu Hunang. Framandi staðir veita henni innblástur ... og orð ársins 2019 eru „why not“

RagRag(að)internet.is

Bolholt 4 - 5. hæð

Bolholt 4 - 5. hæð